Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. febrúar 2017 08:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Man City hefur fengið á sig 13 mörk í 6 Meistaradeildarleikjum
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Eins og fram hefur komið vann Manchester City 5-3 sigur gegn Monaco í Meistaradeildinni í knattspyrnu í gær.

Nokkuð hefur verið rætt um varnarvandræði liðsins í Meistaradeildinni og þegar tölfræði liðsins í Meistaradeildinni er skoðuð sést að umræðan á rétt á sér.

Eftir 4-0 sigur gegn Borussia Moenchengladbach í fyrstu umferð riðlakeppninnar hefur liðið spilað sex leiki. Í þeim leikjum hefur liðið skorað 13 mörk sem þykir ágætt og þætti enn betra ef liðið hefði ekki einnig fengið á sig 13 mörk.

Liðið hefur ekki haldið hreinu í eitt skipti í seinustu sex Evrópuleikjum og þar hefur liðið fengið á sig rúmlega tvö mörk að meðaltali í leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner