mið 22. febrúar 2017 09:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Njósnara Arsenal bannað að mæta á leik Lincoln í gær
Leikmenn Lincoln fagna eftir sigurinn gegn Burnley.
Leikmenn Lincoln fagna eftir sigurinn gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Enska utandeildarfélagið Lincoln mun mæta úrvalsdeildarliðinu Arsenal í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Lincoln kom öllum á óvart með því að slá annað úrvalsdeildarlið, Burnley, úr keppni í seinustu umferð og því um sannkallað bikarævintýri að ræða.

Ljóst er að Arsenal þykir mun sigurstranglegra í viðureigninni en Lincoln ætlar þó ekki að að auðvelda Arsenal lífið.

Lincoln átti leik gegn North Ferriby United í gær og hugðist Arsene Wenger, stjóri Arsenal, senda njósnara á leikinn til að fylgjast með liði Lincoln.

Utandeildarfélagið hafnaði hinsvegar beiðni Arsenal um að hleypa njósnara á leikinn af þeim sökum að uppselt væri á leikinn og ekki hægt að koma fulltrá Arsenal liðsins fyrir.

Þess má geta að Lincoln vann leikinn í gær 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner