Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. febrúar 2017 09:44
Magnús Már Einarsson
Aguero vill ekki fara neitt
Pep Guardiola og Sergio Aguero.
Pep Guardiola og Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, framherji Manchester City, segist ekki vilja fara frá félaginu í sumar.

Aguero var settur á bekkinn á dögunum eftir öfluga byrjun Gabriel Jesus hjá City. Jesus meiddist í síðustu viku og þá endurheimti Aguero sæti sitt í liðinu.

„Ég hef alltaf sagt að ég vil vera hér hjá félaginu. Ég hef líka alltaf sagt að í lok tímabilsins er þetta ekki mín ákvörðun," sagði Aguero eftir að hann skoraði tvö mörk í 5-3 sigrinum á Monaco í gærkvöldi.

„Sannleikurinn er sá að þetta er eitthvað sem félagið sér um og auðvitað vil ég alltaf vera áfram."

Aguero segir að samband sitt og Pep Guardiola sé í fínum málum. „Sannleikurinn er sá að við náum mjög vel saman," sagði Aguero.
Athugasemdir
banner
banner