Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 11:18
Elvar Geir Magnússon
Ósk Klopp rætist - Liverpool mun æfa innan um krakkana
Klopp léttur með hinum stórefnilegu Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold.
Klopp léttur með hinum stórefnilegu Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest ákvörðun um að æfingasvæði aðalliðs félagsins verði fært frá Melwood að ósk knattspyrnustjórans Jurgen Klopp.

Ný æfingaaðstaða mun verða byggð hjá Kirkby æfingasvæðinu þar sem yngri lið Liverpool æfa og keppa í dag.

Klopp vill geta fylgjast grannt með því sem á sér stað á æfingum yngri flokkana. Efnilegir leikmenn Liverpool eru meðvitaðir um það að í Klopp eru þeir með stjóra sem er alltaf tilbúnn að gefa mönnum tækifæri ef þeir vinna fyrir því.

Klopp er á þeirri skoðun að Liverpool eigi að hafa aðalliðið og unglingaliðin undir sama þaki. Hann vill hafa aðstöðu þar sem ungu leikmennirnir geta séð fyrirmyndir sínar ganga inn um dyrnar á hverjum degi. Það hjálpar honum sjálfum einnig að fylgjast betur með efnivið félagsins.

„Að sameina aðalliðið og ungu leikmennina á sama stað er spennandi hugmyndafræði," segir Andy Hughes, yfirmaður framkvæmdamála hjá Liverpool. Hann segir að öll aðstaða verði fyrsta flokks á nýju og endurbættu æfingasvæði. Ný bygging mun rísa, reistur verður yfirbyggður fótboltavöllur, líkamsræktarsalir, aðstaða fyrir endurhæfingu og sundlaug.

Sömu aðilar og unnu að stækkun stúkunnar á Anfield hanna nýtt æfingasvæði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner