Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 22. febrúar 2017 11:40
Elvar Geir Magnússon
Man City flaug beint til Abu Dhabi
Leroy Sane og Sergio Aguero.
Leroy Sane og Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Manchester City vann 5-3 sigur gegn Mónakó í hreint ótrúlegum leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Nokkrum klukkustundum eftir lokaflautið var liðið mætt á flugvöllinn í Manchester.

Liðið er flogið út í sólina í Abu Dhabi en það á ekki leik um helgina. Fyrirhuguðum grannaslag við Manchester United var frestað þar sem United er að leika úrslitaleik í deildabikarnum á sunnudag.

City verður við æfingar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og mun gista á fimm stjörnu Emirates Palace hótelinu. Í heimsókninni mun starfslið City og leikmenn einnig hitta eiganda félagsins, Sheikh Mansour.

City er í góðum málum fyrir seinni leikinn gegn Mónakó en miðað við ummæli Pep Guardiola má búast við öðru markaregni í þeim leik.

„Við fljúgum til Mónakó með það markmið að skora eins mörg mörk og hægt er. Við ætlum ekki að verja þessa forystu," sagði Guardiola.



Athugasemdir
banner
banner