banner
   mið 22. febrúar 2017 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Á Leicester séns gegn Sevilla?
Mynd: Fótbolti.net
Samir Nasri og félagar í Sevilla vinna auðveldlega í kvöld samkvæmt spá sérfræðinganna.
Samir Nasri og félagar í Sevilla vinna auðveldlega í kvöld samkvæmt spá sérfræðinganna.
Mynd: Getty Images
Juventus mætir Porto á útivelli.
Juventus mætir Porto á útivelli.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld þegar tveir hörkuleiki eru á dagskrá.

Tryggvi Guðmundsson markahrókur og Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals halda áfram að spá í spilin.

Fótbolti.net mun einnig koma með sína spá og verður keppni þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Tryggvi Guðmundsson

Porto 1 - 2 Juventus
Á venjulegum degi myndi ég segja 1-0 fyrir Juventus af gömlum og góðum vana þegar maður tippar á ítölsk lið. Ég er smitaður af gærkvöldinu og segi 1-2. Juventus er með góða framlínu og Porto skorar líka eitt.

Sevilla 3 - 0 Leicester
Þarna tippar maður á hálfgert burst miðað við hvað liðin eru að gera í dag. Sevilla klárar þetta í báðum leikjunum.

Sigurbjörn Hreiðarsson

Porto 1 - 1 Juventus
Þetta verður hörkuleikur þar sem Juve kemst yfir og Porto sækir og sækir en ná aðeins jöfnu.

Sevilla 3 - 0 Leicester
Það verður ekkert nýtt start fyrir ensku meistarana í kvöld. Spánverjarnir leika á alls oddi og klára einvígið í kvöld enda þrusuflott lið.

Fótbolti.net (Bjarni Hallfreðsson)

Porto 0 - 3 Juventus
Það verður gaman að sjá einvígi einhverra bestu markvarða sögunnar, Casillas og Buffon en það er það mikill gæðamunur á liðunum að ég held að einvígið klárist í kvöld og Casillas getur ekkert gert í því. Juventus eru bara það sterkir og þeir vilja vinna þessa keppni í ár, og þeir eiga góðan möguleika á því. Juventus fer með öruggan 3-0 sigur á útivelli. Hinn sjóðheiti Dybala með tvö mörk og Higuain hendir inn einu.

Sevilla 4 - 1 Leicester
Í kvöld fáum við að sjá hversu lélegir Leicester eru í raun og veru. Þeir hefðu getað fengið töluvert erfiðari drátt en þeir fengu samt Evrópudeildarmeistara Sevilla. Sevilla er bara klassa fyrir ofan Leicester og loksins geta Englandsmeistararnir farið að einbeita sér á að bjarga sér úr úrvalsdeildinni. Vardy kemur Leicester yfir en þá hrynur allt og Sevilla skorar fjögur mörk í seinni hálfleik.


Staðan í Meistaraspánni:
Tryggvi 5
Sigurbjörn 4
Fótbolti.net 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner