Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Mowbray tekinn við Blackburn (Staðfest)
Tony Mowbray.
Tony Mowbray.
Mynd: Getty Images
Tony Mowbray hefur verið ráðinn nýr stjóri hjá Blackburn Rovers í ensku Championship deildinni.

Blackburn er í næstneðsta sæti í ensku Championship deildinni, fimm stigum frá öruggu sæti. Í gær var Owen Coyle rekinn frá félaginu og Mowbray hefur nú tekið stöðu hans.

Hinn 53 ára gamli Mowbray hefur áður stýrt WBA, Celtic, Middlesbrough og Coventry en hann hætti hjá síðastnefnda félaginu í september í fyrra.

Mikil ólga er í kringum Blackburn en þannig hefur það verið í mörg ár eins og fjallað var um í pistli sem birtist um helgina.

Mikil óánægja er með indverska eigendur félagsins og mótmæli verið skipulögð.
Athugasemdir
banner
banner