Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Ég er mjög hrifinn af dönskum leikmönnum
Dolberg er spennandi leikmaður.
Dolberg er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp heimsótti Danmörku í byrjun vikunnar en þar var verið að halda upp á 25 ára afmæli samstarfs Liverpool við danska bjórinn Carlsberg.

Í viðtali við Ekstra Bladet sagði Klopp frá því að hann hafi næstum því náð að kaupa Christian Eriksen til Borussia Dortmund.

Þá lýsti Klopp því yfir að hann væri ákaflega hrifinn af sóknarmanninum Kasper Dolberg sem spilar fyrir Ajax. Dolberg er 19 ára og er ein allra bjartasta von Dana. Hann hefur skorað tíu mörk í 22 leikjum í efstu deild Hollands á þessu tímabili.

„Það vita allir í bransandum af þessum strák. Þegar þú spilar fyrir Ajax er tekið eftir þér. Kasper Dolberg er magnaður leikmaður sem á bjarta framtíð," segir Klopp.

„Ég er mjög hrifinn af dönskum leikmönnum. Ég var með Leon Andreasen í Mainz og hann var skrímsli. Ég á góðar minningar af Bo Svensson, og Mohamed Zidan sem er líklega hálfur Dani því hann er giftur danskri konu. Danskir leikmenn eru með gott hugarfar."

Talið er líklegt að Daniel Sturridge yfirgefi Liverpool í sumar og Jurgen Klopp gæti horft t il Dolberg sem hefur einnig verið orðaður við Manchester United, Manchester City og Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner