Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Samba að verða liðsfélagi Birkis?
Christopher Samba.
Christopher Samba.
Mynd: Getty Images
Christopher Samba, fyrrum varnarmaður Blackburn og QPR, er mættur til Aston Villa á reynslu.

Aston Villa hefur ekki unnið leik síðan á annan í jólum en liðið hefur fengið á sig þrettán mörk í síðustu sex leikjum.

Steve Bruce, stjóri Villa, leitar nú leiða til að bæta varnarleikinn og hann ætlar að skoða hinn 32 ára gamla Samba næstu dagana.

Samba er án félags eftir að hafa yfirgefið Panathinaikos í Grikklandi. Í janúar var hann á reynslu hjá Crystal Palace en fékk ekki samning.

Samba verður liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar ef hann gengur í raðir Villa en Birkir kom til félagsins frá Basel í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner