Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. febrúar 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel: Útivallarmarkið heldur öllu galopnu
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester.
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Kasper Schmeichel leit á björtu hliðarnar þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Leicester í fyrri leiknum gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Sevilla var mun betra liðið í leiknum og komst í 2-0 áður en Jamie Vardy minnkaði muninn.

„Það er risastórt að ná útivallarmarki. Það var það sem við vonuðumst eftir því allt getur gerst á King Power vellinum. Það er mikil gleði sem fylgir því að taka þátt í svona leikjum og allir lögðu allt sitt í þetta," segir Schmeichel.

„Það er svekkjandi að hafa tapað en við vorum að leika gegn rosalega öflugu liði og 2-1 á útivelli eru ekki slæm urslit í Meistaradeildinni. Við erum ekki að fagna en við tökum þessum úrslitum."

Liðin mætast aftur í seinni leiknum þann 14. mars í Leicester.
Athugasemdir
banner