fim 23. febrúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Roy Keane: Brjálæði ef Rooney fer til Kína
Vill ekki sjá Rooney fara til Kína.
Vill ekki sjá Rooney fara til Kína.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að það yrði brjálæði ef Wayne Rooney myndi semja við félag í Kína áður en félagaskiptaglugginn lokar þar í landi á þriðjudag.

Rooney á ekki fast sæti í liði Manchester United í dag og umboðsmaður hans er farinn til Kína til að skoða möguleika þar í landi.

„Að fara til Kína? Það er brjálæði," sagði Keane aðspurður út í Rooney.

„Það er ekki séns að Wayne Rooney eigi að fara til Kína. Hann getur ennþá spilað á meðal þeirra bestu í Englandi, Þýskalandi, Spáni eða Ítalíu."

„Hann er 31 árs og það er fullt sem Wayne Rooney á eftir að gera í Evrópu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner