Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. febrúar 2017 10:40
Magnús Már Einarsson
Aron lætur skeggið fjúka á morgun
Aron lætur skeggið fjúka á morgun.
Aron lætur skeggið fjúka á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ætlar á morgun að losa sig við skeggið sitt fræga.

Skeggið hjá Aroni vakti heimsathygli á EM í fyrra Aron hafði safnað skeggi fyrir mót og var löngu búinn að ákveða að mæta þannig til leiks í Frakklandi.

„Þetta skegg var planað, ég ætlaði alltaf að vera svona á mótinu og mér fannst geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn, vel skeggjaða á stórmóti. Þetta endurspeglar víkinga look, ég stal hugmyndinni af þeim," sagði Aron í viðtali fyrir leikinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum á EM.

Aron ákvað að halda skegginu eftir EM en hann greindi frá því á Twitter í dag að á morgun muni það fjúka.



Athugasemdir
banner
banner