Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. febrúar 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
De Boer hafnaði Liverpool - „Það var of snemmt"
Frank de Boer.
Frank de Boer.
Mynd: Getty Images
Hollenski knattspyrnustjórinn Frank de Boer hefur greint frá því að honum hafi verið boðið að taka við Liverpool árið 2012 - en tímapunkturinn þá var ekki réttur fyrir hann.

De Boer átti farsælan feril sem leikmaður áður en hann ákvað að snúa sér að þjálfun. Hann var stjóri Ajax í sex ár og náði þar góðum árangri, en það er ekki hægt að segja það sama um dvöl hans hjá Inter. Þar var hann við stjórnvölin í aðeins 14 leiki!

Þessi 46 ára gamli stjóri er núna að leita sér að nýju verkefni, en hann hefur oft verið orðaður við lið í Englandi. Nú síðast var hann orðaður við bæði Swansea og Hull City, en fyrir fimm árum var hann á óskalista Liverpool.

„Ég myndi elska að fá að þjálfa hérna (á Englandi), en verkefnið verður að vera það rétta," sagði de Boer við Daily Mail.

„Ég sagði við Liverpool að það væri heiður að fá boð frá þeim, en það var of snemmt. Ég var bara búinn að vera í eitt ár hjá Ajax og ég þurfti að afreka meira, sem ég svo gerði."
Athugasemdir
banner