Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. febrúar 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Andy Carroll tæpur fyrir morgundaginn
Andy Carroll fagnar hér marki.
Andy Carroll fagnar hér marki.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Andy Carroll er tæpur fyrir leikinn gegn Watford á morgun að sögn Slaven Bilic, knattspyrnustjóra West Ham.

Carroll missti af 2-2 jafnteflinu gegn West Brom þann 11. febrúar vegna nárameiðsla og hann er tæpur fyrir morgundaginn.

Bilic vildi ekki útiloka það að sóknarmaðurinn sterki myndi spila þegar hann ræddi við fréttamenn í gær, en hann telur þó að leikurinn gegn Chelsea í næstu viku sé líklegri fyrir hann.

„Kannski á hann möguleika á að vera í hópnum gegn Watford á laugardaginn," sagði Bilic í gær. „Þetta hefur gengið hægar en við bjuggumst við."

„Ég vil ekki útiloka hann frá leiknum gegn Watford, en það er fimmtudagur og hann hefur ekki æft síðan hann meiddist. Við munum sjá til. Ef hann getur hlaupið í dag og æft á morgun þá kannski."
Athugasemdir
banner
banner