Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Carlos Bacca: Peningar eru ekki allt í lífinu
Bacca er ekki á þeim buxunum að fara til Kína.
Bacca er ekki á þeim buxunum að fara til Kína.
Mynd: Getty Images
Carlos Bacca, sóknarmaður AC Milan, segir að hamingja sé mikilvægari en peningar eftir að hafnað tækifæri á því að fara í kínversku ofurdeildina núna nýverið.

Bacca, sem hafnaði líka tilboði frá Kína í síðasta mánuði, er sagður hafa neitað tilboði frá Tianjin Quanjian, en þar er Fabio Cannavaro við stjórnvölin. Hefði hann samþykkt að fara þangað, þá hefði hann fengið 12 milljónir evra í árslaun.

„Ég verð áfram hjá Milan," sagði Bacca við Sky Italia. „Það var frábært tilboð frá Kína, en ég vil hjálpa mínu liði að komast inn í Evrópukeppni."

„Peningar eru ekki allt í lífinu. Í fyrsta lagi þá er Guð, svo er fjölskyldan - það eru mikilvægustu hlutirnir."

„Ég hefði fengið fullt af peningum, en ég hefði ekki verið ánægður, þannig að ég er glaður með það að vera hérna áfram," sagði Bacca að lokum.
Athugasemdir
banner
banner