Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. febrúar 2017 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Valur er Reykjavíkurmeistari
Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna árið 2017! Hér hampar Margrét Lára Viðarsdóttir fyrirliði liðsins bikarnum í leikslok.
Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna árið 2017! Hér hampar Margrét Lára Viðarsdóttir fyrirliði liðsins bikarnum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 3 Valur
1-0 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('1)
1-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('45)
1-2 Elín Metta Jensen ('47)
1-3 Elín Metta Jensen ('68)
1-3 Elín Metta Jensen ('87, misnotað víti)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna eftir sigur á Fylki í úrslitaleik Egilshöll í kvöld.

Leikurinn byrjaði með látum því eftir aðeins 33 sekúndur komust Fylkiskonur yfir. Hin 17 ára gamla Sæunn Rós Ríkharðsdóttir skoraði með góðu skoti og staðan 1-0 fyrir Fylki.

Það virtist allt stefna í það að Fylkir myndi hafa forystu í hálfleik, en svo var hins vegar ekki því hinn þaulreynda Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði með síðustu spyrnu fyrri hálfleiksins.

Valskonur voru svo ekki lengi að komast yfir í seinni hálfleiknum því Elín Metta Jensen skoraði á 47. mínútu með skoti utan af velli.

Elín Metta gerði svo eiginlega út um leikinn með sínu öðru marki á 68. mínútu. Markið kom eftir gott samspil.
Elín Metta fékk svo tækifæri til þess að fullkomna þrennu sína á 87. mínútu, en hún lét verja frá sér vítaspyrnu.

Lokatölur í þessum úrslitaleik 3-1 fyrir Val og þær eru því Reykjavíkurmeistarar árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner