Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2017 09:20
Magnús Már Einarsson
Skipta Man Utd og Real á De Gea og Varane?
Powerade
Fer Varane til Manchester United í sumar?
Fer Varane til Manchester United í sumar?
Mynd: Getty Images
Dani Alves gæti komið í enska boltann.
Dani Alves gæti komið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mjög öflugur í dag. Kíkjum á hann.



Claudio Ranieri var rekinn frá Leicester eftir að lykilmenn liðsins kvörtuðu í eigendum félagsins. (Daily Mirror)

Ranieri var ekki að búast við að vera rekinn en ákvörðunin kom honum á óvart. (Calciomercato)

Roberto Mancini er líklegastur til að taka við Leicester. (Daily Star)

Guus Hiddink, fyrrum stjóri Chelsea, er einnig einn af þeim sem koma til greina. (Telegraph)

Nokkrir leikmenn Leicester vilja fá Nigel Pearson aftur til félagsins. (Times)

Real Madrid vill fá David De Gea (26), markvörð Manchester United, í sínar raðir í sumar en félagið ætlar að bjóða varnarmanninn Raphael Varane (23) í skiptum. (Don Balon)

Wayne Rooney ætlar að klára tímabilið með Manchester United en hann vill fara frá félaginu í sumar. (Daily Mail)

Everton reyndi að fá Rooney í janúar og félagið gæti aftur reynt að krækja í hann í sumar. (Daily Mirror)

Leikmenn Arsenal eru vissir um að Arsene Wenger muni skrifa undir nýjan samning til næstu tveggja ára. (Times)

Atletico Madrid hefur sagt Manchester United að félagið vilji halda Antoine Griezmann (25) í eitt tímabil í viðbót. Atletico ætlar að reyna að fá Alexandre Lacazette (25) frá Lyon til að fylla skarð Griezmann þegar að því kemur. (Telegraph)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá sinn gamla lærisvein Dani Alves (33) frá Juventus. (Daily Mail)

Arsenal þarf að berjast við Juventus um Kylian Mbappe (18) framherja Monaco en hann skoraði gegn Manchester City í vikunni. (Bleacher Report)

Zlatan Ibrahimovic (35) er að fá feitan bónus frá Manchester United eftir að hafa skorað yfir 20 mörk á tímabilinu. (Sun)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, er að íhuga að velja Andre Gray (25), framherja Burnley, í landsliðshópinn. (Daily Mail)

Forseti Benfica er farinn í viðræður við Manchester United en enska félagið vill kaupa hægri bakvörðinn Nelson Semedo (23). Benfica er líka í viðræðum við Manchester City sem vill kaupa markvörðinn Ederson Moraes (23). (Sun)

Manchester United hefur fengið sænska framherjann Alex Timossi Andersson (16) á reynslu en hann leikur með Helsingborg. Fyrr í vetur var Alex á reynslu hjá Bayern. (Expressen)

Chelsea reyndi að fá Jonathan Biabiany (28) kantmann Inter í sínar raðir í janúar. Ekki náðist að ganga frá samningum í tæka tíð áður en glugginn lokaði. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner