Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2017 09:42
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Leicester ræddu við eigendur um Ranieri
Ranieri var rekinn í gær.
Ranieri var rekinn í gær.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Leicester sögðu eigendum félagsins á fundi í gær að þeir væru óánægðir með Claudio Ranieri.

Ranieri var rekinn í gærkvöldi, níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester að enskum meisturum á afar óvæntan hátt.

Eigendur Leicester kölluðu leikmenn á fund í gær eftir 2-1 tapið gegn Sevilla í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Samkvæmt frétt Sky lýstu leikmenn yfir óánægju sinni með Ranieri á fundinum. Þá sögðu þeir einnig frá því að samband Ranieri og annarra í þjálfaraliðinu væri mjög slæmt.

Samband Ranieri og aðstoðarstjórans Craig Shakespeare ku hafa verið vont. Líklegt er að Shakespeare stýri Leicester gegn Liverpool á mánudag áður en nýr stjóri verður ráðinn. Roberto Mancini þykir líklegastur sem næsti stjóri.

Sjá einnig:
Rétt að reka Ranieri (Pistill)
Athugasemdir
banner
banner
banner