Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2017 09:59
Magnús Már Einarsson
Siggi Raggi biður Frey afsökunar - „Ég hljóp á mig"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning í Kína, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann.

Sigurður Ragnar sagði þar meðal annars að fordómar ríki gegn kínverskri knattspyrnu á Íslandi og það skíni í gegn í viðtölum við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara.

Í viðtalinu gagnrýndi Sigurður Ragnar einnig Frey og sagði hann hafa haft áhrif á að íslenskir leikmenn höfnuðu tilboði frá Jiangsu. Bæði Dagný Bryjnarsdóttir og Hallbera Gísladóttir hafa stigið fram á Twitter í dag og sagt að Freyr hafi ekki haft áhrif á ákvörðun þeirra að hafna tilboði Jiangsu.

Yfirlýsing Sigurðar Ragnar
Í viðtali við mig við Fréttatímann í dag þá er eftir mér haft að mér finnist fordómar ríkja gagnvart kínverskri knattspyrnu, sem skíni í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Þarna hljóp ég á mig og tók alltof sterkt til orða. Ég vil ekki ásaka neinn um fordóma og bið Frey Alexandersson og alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum ummælum. Frey er að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðanir eins og ég mínar. Þarna tókst mér ekki nógu vel að koma orðum að mínum. Ég hef sent Frey afsökunarbeiðni og bið jafnframt fjölmiðla um að birta þessa afsökunarbeiðni mína.
Virðingarfyllst, Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Sjá einnig:
Siggi Raggi: Fordómar skína í gegn hjá Frey
Hallbera: Læt landsliðsþjálfara ekki segja mér hvar ég á að spila
Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi
Athugasemdir
banner
banner