Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. febrúar 2017 13:35
Elvar Geir Magnússon
Raiola: Ætlum að skera tunguna úr Balotelli
Raiola er litríkur.
Raiola er litríkur.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Stjörnuumboðsmaðurinn Mino Raiola segir að eina liðin til að fá Mario Balotelli, sóknarmann Nice, til að forðast vandræði sé að „skera úr honum tunguna".

Balotelli fékk rauða spjaldið fyrir munnsöfnuð í garð dómara í leik gegn Lorient um síðustu helgi. Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Balotelli fær rautt.

„Ég er búinn að finna lausn á þessu. Við ætlum að skera úr honum tunguna," sagði Raiola kaldhæðinn í viðtali.

„Til að spila fótbolta þarftu ekki að nota tunguna svo við ætlum að skera hana út."

„En í alvöru talað. Hann veit að hann gerði stór mistök og hefur engar afsakanir. Þetta er eitthvað sem hann veit að hann þarf að bæta. Hann er leiður yfir þessu, líka fyrir hönd liðsins."

Balotelli fór mjög vel af stað með Nice og hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum. Síðustu vikur hefur þó hallað undan fæti og nýlega var hann gagnrýndur af liðsfélögum fyrir að hugsa bara um sjálfan sig.

Raiola var spurður að því hvort Balotelli yrði áfram hjá Nice á næsta tímabili?

„Það er enn of snemmt að ræða það. Mikilvægast er að ná þremur jákvæðum mánuðum núna fyrir hann, liðið og íbúa Nice. Eftir það gefst nægur tími til að ræða framtíðina," segir Raiola.

Nice er í þriðja sæti frönsku deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner