Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Shakespeare: Skil ákvörðun eigenda Leicester
Shakespeare. Rándýrt nafn að bera!
Shakespeare. Rándýrt nafn að bera!
Mynd: Getty Images
„Ég hef áður verið bráðabirgðastjóri en aldrei mætt á svona fjölmennan fréttamannafund!" sagði Craig Shakespeare þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Shakespeare var aðstoðarmaður Claudio Ranieri sem í gær var rekinn frá Leicester.

Shakespeare tekur við stjórn Leicester á meðan félagið leitar að nýjum stjóra og mun hann stýra liðinu í næsta leik sem verður gegn Liverpool í deildinni á mánudag.

„Ég er tilbúinn að takast á við þessa áskorun. Ég er sannfærður um að við höfum nægilega mikil gæði í hópnum og verðum klárir í slaginn gegn Liverpool á mánudag. Stuðningsmenn hafa verið frábærir og það þurfa allir að standa saman þessa þrettán leiki sem við eigum eftir."

Um brottrekstur Ranieri sagði Shakespeare að það þyrfti að virða ákvörðun eigenda félagsins. „Það vita allir að úrslitin hafa ekki verið góð á þessu tímabili," sagði Shakespeare sem neitar þeim sögusögnum að samband hans og Ranieri hafi verið slæmt.

„Okkar samband hefur alltaf verið fínt. Það hefur verið ýmislegt sagt en það hafa ekki verið nein vandamál varðandi leikmenn. Mér finnst alltaf leiðinlegt þegar fólk missir starf sitt. Í þessum aðstæðum skil ég ákvörðunina."

Leicester er í 17. sæti, aðeins stigi frá fallsæti. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er samkvæmt veðbönkum talinn líklegastur til að verða ráðinn nýr stjóri Leicester. Sagt hefur verið að forráðamenn Leicester hafi þegar heyrt hljóðið í Mancini.

Guus Hiddink, Nigel Pearson, Alan Pardew og Gary Rowett hafa einnig verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner