banner
   fös 24. febrúar 2017 14:29
Elvar Geir Magnússon
Mourinho mætti merktur Ranieri
Ranieri. Mourinho í bakgrunni.
Ranieri. Mourinho í bakgrunni.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sýndi kollega sínum Claudio Ranieri stuðning á fréttamannafundi í dag. Ranieri var í gær rekinn frá Leicester, níu mánuðum eftir að hann gerði liðið óvænt að Englandsmeisturum.

Mourinho var með skammstöfun Ranieri, CR, á brjóstinu eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

„Mér fannst það risastórt þegar ég var rekinn sem ríkjandi meistari í fyrra. Það er bara tittlingaskítur miðað við Claudio. Ég sýni honum virðingu með því að bera stafi hans á skyrtunni, þetta eru þakkir til manns sem skrifaði fallegustu sögu fótboltans," segir Mourinho.

Þá leggur Mourinho það til að heimavöllur Leicester verði endurskírður eftir Ranieri.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, líkti brottrekstri Ranieri við þá ákvörðun að kjósa Donald Trump sem Bandaríkjaforseta á fréttamannafundi í dag. Hann sagði að þessar fréttir hafi þó ekki komið sér á óvart, svona sé fótboltaheimurinn í dag.



Klopp á fréttamannafundi í dag:

Athugasemdir
banner
banner