Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fjögurra leikja bann fyrir að hrinda dómaranum
Akpan gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Akpan gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Hope Akpan, miðjumaður Blackburn, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann eftir að hafa hrint dómaranum Scott Duncan í tapi gegn Sheffield Wednesday á dögunum.

Blackburn hefur einnig verið sektað eftir að hafa mistekist að halda stjórn á leikmönnum sínum eftir að mark var dæmt af Akpan undir lok leiksins.

Undir lok leiks Blackburn og Sheffield Wednesday skoraði Akpan mark sem var svo dæmd af vegna hendi. Akpan var ekki par sáttur með ákvörðunina hjá dómaranum og fékk eftir að hafa hrint honum aðeins að líta rauða spjaldið.

Akpan fór í beint þriggja leikja bann eftir brottreksturinn, en enska knattspyrnusambandið ákvað að bæta einum leik við það eftir hegðun leikmannsins.

Akpan missti af 2-1 tapinu gegn Manchester United í FA-bikarnum um síðustu helgi, en hann mun mun missa af næstu þremur leikjum liðsins í ensku Championship-deildinni. Það eru leikir gegn Burton, Derby og Wigan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner