Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. febrúar 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Marco Silva: Hef ekkert heyrt um tilboð í Hernandez
Abel Hernandez á ferðinni með Hull City.
Abel Hernandez á ferðinni með Hull City.
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Hull City, segir að ekkert tilboð hafi borist í sóknarmanninn Abel Hernandez, allavega ekkert sem hann viti af.

Hernandez hefur verið orðaður við lið í kínversku ofurdeildinni, en Silva hefur staðfest það að sóknarmaðurinn verði til staðar þegar Hull mætir Burnley í dag.

Það hefur verið talað um það að umboðsmaður leikmannsins sé í Kína að ganga frá 16.8 milljón punda sölu áður en félagsskiptaglugginn lokar í Kína á þriðjudaginn næsta.

,Þangað til núna, þá hef ég ekkert heyrt um tilboð í Abel og hann verður hér áfram, allavega í leiknum á morgun," sagði Silva, stjóri Hull, á blaðamannafundi í gær.

„Ég veit ekki neitt um einhver tilboð í leikmanninn. Það sem ég vil er að leikmaðurinn einbeiti sér að núna er á hópinn okkar og að hjálpa liðinu með því að skora mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner