lau 25. febrúar 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Moyes: Við verðum að stoppa Lukaku
Lukaku er frábær framherji.
Lukaku er frábær framherji.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Sunderland, segir það lykilatriði að stoppa Romelu Lukaku ef lið hans á að eiga einhvern möguleika á að vinna Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Moyes var knattspyrnustjóri Everton í 11 ár. Á morgun verður aðeins í annað skiptið sem hann mun snúa aftur á Goodison Park síðan hann hætti þar til að taka við Manchester United árið 2013.

Lukaku, sem hefur skorað 22 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu, mun væntanlega leiða sóknarlínu Everton á morgun eftir að hafa jafnað sig á meiðslum.

„Ég vil fara aftur til Everton og vinna. Við þurfum stigin þrjú og ég vil vinna þarna með Sunderland," sagði Moyes.

„Lukaku er mjög góður leikmaður. Treyja númer níu hjá Everton er fræg og hann passar vel inn í formið hvað það varðar. Við verðum að stoppa hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner