Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. febrúar 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England í dag - Gylfi heimsækir Brúnna
Skorar Gylfi á Brúnni í dag?
Skorar Gylfi á Brúnni í dag?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin heldur áfram í dag eftir hlé síðustu helgi en það verða sex leikir í dag.

Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea fara í heimsókn til toppliðs Chelsea en með sigri getur Swansea kvatt fallbaráttuna í bili.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Hull en Jóhann Berg verður líklega ekki með vegna meiðsla sem hann varð í bikarnum síðustu helgi.

Crystal Palace og Middlesbrough mætast í miklum fallbaráttuslag.

Síðasti leikur dagsins er svo leikur Watford og West Ham en bæði lið eru um miðja deild.

Laugardagurinn 25. febrúar
15:00 Chelsea - Swansea (Stöð 2 Sport)
15:00 Crystal Palace - Middlesbrough
15:00 Everton - Sunderland
15:00 Hull City - Burnley
15:00 West Brom - Bournemouth
17:30 Watford - West Ham (Stöð 2 Sport)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner