fös 24. febrúar 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Puel ánægður með að Mkhitaryan verði ekki með
Puel er ánægður með að Mkhitaryan verði ekki með
Puel er ánægður með að Mkhitaryan verði ekki með
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Southampton er ánægður með að Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United verði ekki með þegar liðin mætast á sunnudag.

Liðin mætast í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

Armeninn hefur verið í góðu formi undanfarna mánuði en hann meiddist í seinni leiknum við Saint-Etienne í Evópudeildinni.

Mkhitaryan meiddist í læri og er búið að tilkynna það að hann verði ekki með á sunnudag.

„Já kannski," svaraði Puel þegar hann var spurður hvort það væru góðar fréttir að Mkhitaryan væri meiddur.

„En þeir hafa marga frábæra leikmenn í leikmannahóp sínum, það kemur einhvern annar góður inn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner