Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 24. febrúar 2017 22:39
Hafliði Breiðfjörð
Willum um nýtt leikkerfi: Fannst það koma vel út
Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur og við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við höfðum tök á leiknum í fyrri hálfleik en þú getur aldrei verið rólegur þegar Fjölnir er annars vegar. Þetta eru sprækir og sterkir strákar," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir KR.

„Það sýndi sig í seinni hálfleik, þeir komu af gríðarlegum krafti í seinni hálfleikinn og við vorum svolítið sofandi og fengum á okkur mark. En ég er ánægður með að við höfum staðið það af okkur og komið okkur inn í leikinn. Þetta var hark í seinni hálfleik frekar en fyrri."

Willum fór sömu leið og mörg önnur lið hafa gert í vetur og spilaði með þriggja miðvarða vörn eins og besta lið Englands, Chelsea, hefur gert með góðum árangri í vetur.

„Það eru nokkur lið að fikra sig áfram með þetta, sem er bara eðlilegt. Ein leiðin til að svara því er að geta spilað það sjálfur. Mér fannst það koma vel út, menn eru að læra þetta," sagði Willum.

„Það þarf að vinna þetta hægt og rólega inn. Við höfum verið að taka þetta einn og einn hálfleik hingað til og spiluðum heilan leik í dag. Þetta er að koma hægt og rólega. 1997 var ég með Þrótt í 1. deild og við unnum deildina með sama leikkerfi. Þetta fer í hringi, núna eru félög að spila þetta með sama árangri, við sáum þetta í Heimsmeistarakeppninni þar sem menn voru að úrfæra þetta vel. Svo sjáum við Chelsea gera þetta virkilega vel og þá fara menn að stúdera þetta."

Willum er að leita að framherja í lið KR fyrir komandi tímabil, ég spurði að lokum út í þá leit.

„Við erum að leita að framherja því það eru þrír framherjar farnir frá því síðasta sumar. Við erum búnir að fá Garðar Jóhannsson, Robert Johan Sandnes og Arnór Svein Aðalsteinsson en það var meira hugsað til að þétta línurnar. Við þurfum allavega einn hreinan framherja fyrir þessa þrjá, Denis Fazlagic, Morten Beck Andersen og Jeppe Hansen. Við erum að leita á fullu, höfum fengið ábendingar hingað og þangað en ekki ennþá hitt á réttan mann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner