Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. febrúar 2017 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
„Stjórastaðan hjá Leicester væri frábært tækifæri"
Gary Rowett er orðaður við Leicester
Gary Rowett er orðaður við Leicester
Mynd: Getty Images
Gary Rowett er einn þeirra stjóra sem taldir voru líklegir til þess að taka við Leicester eftir að Claudio Ranieri.

Rowett er fyrrum stjóri Birmingham en hann segir það vera frábært tækifæri að taka við Leicester.

Rowett var rekinn frá Birmingham í desember síðastliðnum en hann lék með Leicester á árunum 2000 til 2002.

Brottrekstur Rowett frá Birmingham kom mörgum á óvart en liðið var þá í 7. sæti Championship deildarinnar.

„Ég spilaði þarna í tvö ár. Ég spilaði eitt tímabil í úrvalsdeildinni og við spiluðum í Evrópudeildinni, þannig ég á góðar minningar hjá Leicester og þetta er frábær klúbbur. Leicester yrði frábært tækifæri fyrir mig," sagði Rowett.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner