Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 24. febrúar 2017 22:52
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Verða ný andlit hérna á næstunni
Ágúst Gyfason ásamt Guðmundi Steinarssyni aðstoðarmanni sínum.
Ágúst Gyfason ásamt Guðmundi Steinarssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mættum ekki í fyrri hálfleikinn og KR-ingar mættu aggresívir og við lentum bara í vandræðum," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir 3-1 tap gegn KR í Lengjubikarnum í kvöld.

„Þeir stjórnuðu leiknum algjörlega frá A-Ö og 3-0 var alveg sanngjarnt í hálfleik. Ég talaði við strákana í hálfleik og spurði hvort þeir ætluðu að spila heilan leik svona? Við ákváðum að breyta aðeins til og gera taktískar breytingar. Lykilatriðið var að koma og mæta í þennan leik og við gerðum það í seinni hálfleik. Mér fannst við vera nokkuð öflugir í seinni miðað við hvað við vorum lélegir í seinni hálfleik."

Nú eru tveir mánuðir í Íslandsmótið og því var ekki úr vegi að forvitnast um hvort Gústi ætli sér að bæta við sig fleiri leikmönnum fyrir tímabilið.

„Þessi hópur kom saman fyrir viku síðan, útlendingarnir og aðrir. Við þurfum að púsla þessu saman. Í leiknum í dag var líka mikið af breytingum. Við munum eitthvað styrkja okkur, sérstaklega varnarlega. Við erum með fáa varnarmenn og þurfum bæði menn í liðið og backup. Það verða ný andlit hérna á næstunni," sagði Gústi en Igor Taskovic sem kom frá Víkingi í vetur spilaði sem miðvörður í dag.

„Hann leysir náttúrulega báðar stöður en ég hugsa hann sem miðjumann númer eitt. En við þurfum varnarmenn og hafsent. Svo er Viðar Ari að fara út til Brann á mánudaginn og vonandi stendur hann sig mjög vel þar og fær að fara þangað. Það væri flott fyrir hann að láta drauminn rætast. Þá þurfum við einn annan varnarmann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner