Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 25. febrúar 2017 07:15
Elvar Geir Magnússon
Roma fær loksins grænt ljós á að byggja leikvang
Tölvuteiknuð mynd af nýja vellinum.
Tölvuteiknuð mynd af nýja vellinum.
Mynd: Roma
Borgaryfirvöld í Róm samþykktu í gær að gefa Roma grænt ljós á að hefja framkvæmdir við að reisa nýjan leikvang, Stadio della Roma.

„Borgin mun verða stolt af þessu mannvirki. Þetta verður glæsilegur völlur sem allt umhverfið mun hagnast á," segir Virginia Raggi, borgarstjóri í Róm.

Jim Pallotta, forseti Roma, segir að það hafi verið langt og erfitt ferli að fá þetta í gegn en vinnan hafi loks skilað árangri.

Roma mun loks eignast sitt eigið heimili en liðið hefur spilað á Ólympíuleikvanginum í Róm sem er í eigu borgaryfirvalda. Þessi nýi leikvangur var teiknaður af bandarískri arkitektastofu og mun rúma um 52 þúsund manns í sæti.

Þess má geta að Roma er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar, sjö stigum á eftir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner