Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 25. febrúar 2017 10:50
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel, Morgan og Vardy vildu Ranieri burt
Powerade
Vardy er sagður einn af þeim sem hafi viljað Ranieri burt.
Vardy er sagður einn af þeim sem hafi viljað Ranieri burt.
Mynd: Getty Images
Zlatan hefur ekki gengið frá næsta tímabili.
Zlatan hefur ekki gengið frá næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag. Það er komið að slúðurpakka dagsins. BBC tók saman allt það helsta úr ensku slúðurblöðunum.

Leikmenn Leicester funduðu með eigendum félagsins fjórum sinnum til að fá Claudio Ranieri burt. (Sun)

Leikmenn Leicester sem hittu stjórnarformanninn Vichai Srivaddhanaprabha á miðvikudag voru meðal annars Kasper Schmeichel (30) markvörður, varnarmaðurinn Wes Morgan (33), miðjumaðurinn Marc Albrighton (27) og sóknarmaðurinn Jamie Vardy (30). (Times)

Ranieri var sagt upp á flugvallahóteli þegar hann kom frá Sevilla á fimmtudag. (Daily Mail)

Þessi 65 ára Ítali mun fá þrjár milljónir í bætur frá Leicester en hann var rekinn þegar sex mánuðir voru liðnir af nýjum fjögurra ára samningi. (Daily Mirror)

David Wagner, stjóri Huddersfield, nánast útilokar að taka við sem stjóri á King Power leikvanginum. (Huddersfiel Examiner)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að brottrekstur Ranieri sé eins skrítinn og Brexit og að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. (Daily Express)

Eldri leikmenn Leicester vilja að Nigel Pearson taki aftur við liðinu. (Daily Mirror)

Arsenal hefur sagt Alexis Sanchez og Mesut Özil að félagið muni ekki verða við núverandi launakröfum þeirra. (Daily Mail)

Zlatan Ibrahimovic (35) hefur ekki gengið frá framtíð sinni hjá Manchester United á næsta tímabili vegna þess að hann hefur áhyggjur af því að liðið komist ekki í Meistaradeildina. (Daily Mirror)

Claude Puel, stjóri Southampton, segir að það séu góðar fréttir fyrir hans lið að Henrikh Mkhitaryan (28) missi af úrslitaleik deildabikarsins á morgun. (Daily Star)

Ronald Koeamen, stjóri Everton, vonar að hans fyrrum félag Southampton tapi úrslitaleiknum á morgun til að hjálpa sínu liði að komast í Evrópudeildina. (Guardian)

Arsenal er með miðjumanninn Pablo Fornals (21) undir smásjánni en hann hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu fyrir Malaga. (Marca)

Arsenal gæti loks gengið frá kaupum á framherjanum Alexandre Lacazette (25) sem lengi hefur verið orðaður við Lundúnarfélagið. Hann mun líklega yfirgefa Lyon í sumar en Atletico Madrid hefur einnig áhuga. (Metro)

Javier Hernandez (28), fyrrum sóknarmaður Manchester United, gæti yfirgefið Bayer Leverkusen fyrir bandarísku MLS-deildina. LA Galaxy og Los Angeles FC hafa áhuga en síðarnefnda liðið er nýtt og hefur leik 2018. (ESPN)

Stóri Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, heimtar það að leikmenn fari að hlusta á sig og haldi sig við hans leikáætlun. Palace er í fallsæti. (Daily Mirror)

Patrice Evra (35), varnarmaður Marseille, segist hafa reynt að snúa aftur til Manchester United en meðlimur í starfsliði félagsins hefði stöðvað viðræður. (Bein Sports)

Knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni styðja hugmyndir um að hægt verði að dæma leikmenn í leikbönn eftir á vegna leikaraskaps. (Times)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að sóknarmaðurinn Danny Ings (24) gæti snúið aftur á undirbúningstímabilinu næsta. Hann meiddist illa á hné. (Daily Express)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hvetur sína menn til að halda einbeitingu með því að segja þeim frá því þegar hann missti af Ítalíumeistaratitli sem leikmaður Juventus þegar liðið var með níu stiga forystu þegar átta umferðir voru eftir. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner