Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. febrúar 2017 11:06
Alexander Freyr Tamimi
Koeman vonar að gömlu félagarnir tapi úrslitaleiknum
Ronald Koeman heldur ekki með sínu gamla liði.
Ronald Koeman heldur ekki með sínu gamla liði.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, vonar að hans gömlu lærisveinar í Southampton tapi úrslitaleik deildabikarsins gegn Manchester United á sunnudag.

Ástæðan er þó ekki sú að honum sé illa við sitt gamla félag, heldur mun sigur Manchester United auka líkur Everton á að ná Evrópusæti. Liðið er þessa stundina í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar og það sæti gæti dugað til að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð ef sigurvegarar deildabikarsins og bikarsins eru fyrir ofan það.

„Það er satt að það hjálpar okkur að rétta liðið vinni deildabikarinn eða bikarinn," sagði Koeman fyrir leik sinna manna gegn Sunderland á Goodison Park.

„Þess vegna vonum við að United vinni um helgina og að eitt af stærstu liðunum vinni bikarinn, því þá er mögulegt að sjöunda sætið gefi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar."
Athugasemdir
banner
banner