Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. febrúar 2017 19:38
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Jafnt hjá Watford og West Ham
Troy Deeney tekur vítaspyrnuna.
Troy Deeney tekur vítaspyrnuna.
Mynd: Getty Images
Watford 1-1 West Ham
1-0 Troy Deeney, víti ('3)
1-1 Andre Ayew ('73)
Rautt spjald: Michail Antonio ('86)

Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka þar sem tvö mörk litu dagsins ljós og rautt spjald fór á loft.

Troy Deeney kom Watford yfir í upphafi fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu, vítaspyrnan var dæmd eftir að Kouyate braut á fyrrum leikmanni West Ham, Mauro Zarate.

Watford fór með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, Zarate sem vann vítaspyrnuna fyrir Watford þurfti hins vegar að fara meiddur af velli rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Á 73. mínútu átti Michail Antonio skot sem fór í báðar stangirnar á markinu áður en Andre Ayew fylgdi á eftir og jafnaði metin 1-1.

Antonio fékk síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks.

Watford liðið var nálægt því að setja sigurmarkið í blálokin en það gekk ekki og leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli.

West Ham í níunda sæti eftir kvöldið, Watford í því tólfta.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner