lau 25. febrúar 2017 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Conte: Við þurfum enn 29 stig til að vinna titilinn
Conte er í góðum málum með Chelsea liðið.
Conte er í góðum málum með Chelsea liðið.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri toppliðs Chelsea, er ekki tilbúinn að játa það að liðið sé búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Chelsea sigraði Swansea 3-1 í dag og er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Þegar minnst var á það við Conte að Chelsea liðið væri svo gott sem búið að vinna titilinn svaraði hann

„„Það er ekki satt þetta eru 11 stig, önnur lið eiga eftir að spila. Ég vil að það komi fram að við þurfum enn 29 stig til að vinna deildina," sagði Conte.

„29 stig er mikið. Það eru tólf leikir eftir og ég endurtek að það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna svona vel. Leikmenn mínir verðskulda þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner