Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. febrúar 2017 15:56
Elvar Geir Magnússon
England: Kane með þrennu gegn Stoke
Harry Kane var í stuði!
Harry Kane var í stuði!
Mynd: Getty Images
Tottenham 4 - 0 Stoke City
1-0 Harry Kane ('14 )
2-0 Harry Kane ('32 )
3-0 Harry Kane ('37 )
4-0 Dele Alli ('45 )

Harry Kane var allt í öllu þegar Tottenham stútaði Stoke í fyrri hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði þrennu á fyrstu 37 mínútunum og lagði svo upp mark fyrir Dele Alli.

Eins og tölurnar gefa til kynna var Tottenham miklu betra liðið í leiknum.

Þetta var þriðja þrenna Kane í síðustu níu leikjum en hann er með tólf mörk í ellefu leikjum á árinu 2017. Þá hefur hann nú skorað yfir 100 mörk fyrir félagslið. Magnaður framherji.

Spurs er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir Chelsea sem vann Swansea í gær. Stoke er í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner