Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. febrúar 2017 16:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Van Aanholt segir sigurinn vera Stóra Sam að þakka
Van Aanholt skoraði sigurmark Palace í gær
Van Aanholt skoraði sigurmark Palace í gær
Mynd: Crystal Palace
Patrick van Aanholt, leikmaður Crystal Palace segir að sigur liðsins í gær gegn Middlesbrough hafi verið Sam Allardyce, stjóra liðsins að þakka.

Crystal Palace sigraði 1-0 og skoraði van Aanholt eina mark leiksins.

Með sigrinum komst Palace upp úr fallsæti og jafnaði Middlesbrough að stigum. Englandsmeistarar Leicester er nú í fallsæti.

Van Aanholt gekk til liðs við Palace í janúar frá Sunderland.

Palace spilaði ekki leik síðustu helgi og fengu þeir því nokkurra daga frí. Dagana nýttu þeir vel og æfðu vel og er það þökk sé Allardyce.

„Við komum saman og unnum hart að okkur í vikunni og það borgaði sig. Við sýndum öllum að við vildum vinna leikinn og við gerðum það," sagði van Aanholt
Athugasemdir
banner
banner
banner