Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. febrúar 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
„Leicester ættu að spila stjóralausir"
Mihajlovic er ekki ánægður með ákvörðun Leicester
Mihajlovic er ekki ánægður með ákvörðun Leicester
Mynd: Getty Images
Talið er að leikmenn Leicester hafi átt stóran hlut í því að Claudio Ranieri hafi verið rekinn frá félaginu og fyrir það ættu leikmenn liðsins að taka afleiðingum þess segir Sinisa Mihajlovic, stjóri Torino í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ranieri var rekinn frá Leicester 9 mánuðum eftir að hann gerði liðið að Englandsmeisturum.

Enskir miðlar segja að lykilleikmenn Leicester hafi viljað sjá Ranieri fara.

Ef það reynist satt telur Mihajlovic, stjóri Torino að þeir ættu að taka afleiðingunum og spila stjóralausir en hann er brjálaður yfir ákvörðun Leicester.

„Þetta er ótrúlegt, þeir ættu að vera neyddir til þess að spila án stjóra, sjá hvernig þeim myndi líka við það," sagði Mihajlovic.

Leicester er komið í fallsæti en liðið spilar á morgun gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner