Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. febrúar 2017 21:50
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ítalía: Roma sigraði Inter í stórleiknum
Nainggolan skoraði tvö mörk fyrir Roma
Nainggolan skoraði tvö mörk fyrir Roma
Mynd: Getty Images
Carlos Bacca skoraði sigurmark AC Milan
Carlos Bacca skoraði sigurmark AC Milan
Mynd: Getty Images
Ciro Immobile tryggði Lazio sigur gegn Emilslausum Udinese
Ciro Immobile tryggði Lazio sigur gegn Emilslausum Udinese
Mynd: Getty Images
7 leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en deginum lauk með stórleik Inter og Roma.

Radja Nianggolan kom gestunum í Roma í 2-0 áður en Mauro Icardi minnkaði muninn fyrir Inter. Diego Perotti innsiglaði hins vegar sigur Roma eftir mark úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

AC Milan sigraði Sassuolo á útivelli en heimamenn fengu tækifæri til þess að komast yfir í leiknum en Domenico Berardi klúðraði úr vítaspyrnu á 12. mínútu. Carlos Bacca skoraði hins vegar eina mark leiksins tíu mínútum síðar, úr vítaspyrnu.

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Udinese er liðið tapaði gegn Lazio.

Öll úrslit dagsins úr ítalska boltanum má sjá hér að neðan

Genoa 1 - 1 Bologna
0-1 Federico Viviani ('57 )
1-1 Oliver Ntcham ('90 )

Rautt spjald:Vassilis Torosidis, Bologna ('75)
Crotone 1 - 2 Cagliari
1-0 Adrian Stoian ('10 )
1-1 Joao Pedro ('32 )
1-2 Marco Borriello ('69 )

Sassuolo 0 - 1 Milan
0-0 Domenico Berardi ('12 , Misnotað víti)
0-1 Carlos Bacca ('22 , víti)

Chievo 2 - 0 Pescara
1-0 Valter Birsa ('12 )
2-0 Lucas Castro ('61 )

Inter 1 - 3 Roma
0-1 Radja Nainggolan ('12 )
0-2 Radja Nainggolan ('56 )
1-2 Mauro Icardi ('81 )
1-3 Diego Perotti ('85 , víti)

Palermo 1 - 1 Sampdoria
1-0 Ilija Nestorovski ('31 , víti)
1-1 Fabio Quagliarella ('90 )

Lazio 1 - 0 Udinese
1-0 Ciro Immobile ('72 , víti)

Athugasemdir
banner
banner