Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. febrúar 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho unnið 11 bikarúrslitaleiki af 13
Mourinho elskar úrslitaleiki
Mourinho elskar úrslitaleiki
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho bætti við magnað bikargengi sitt í gærkvöldi þegar Manchester United varð deildabikarmeistari en hann hefur nú sigrað 11 bikarúrslitaleiki af 13 úrslitaleikjum!

Deildarbikarinn var 24 titill Mourinho en hann er aðeins 54 ára.

Fyrsti bikarúrslitaleikur Mourinho var þegar hann stýrði Porto til sigurs í Evrópudeildinni árið 2003.

Þá hefur Mourinho sigrað fimm bikarúrslitaleiki á Englandi, og ekki tapað einum einasta.

Einu tapleikir Mourinho í úrslitum töpuðust báðir í framlengingu. Fyrri leikurinn kom árið 2004 þegar hann var þjálfari Porto en þá tapaði hann gegn Benfica í portúgalska bikarnum. Seinni leikurinn var þegar hann var þjálfari Real Madrid og tapaði gegn Atletico Madrid í úrslitum spænska bikarsins árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner