Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. febrúar 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ronaldo með vítaspyrnumet í spænsku úrvalsdeildinni
Ronaldo skoraði 57. mark sitt úr vítaspyrnu í gærkvöldi
Ronaldo skoraði 57. mark sitt úr vítaspyrnu í gærkvöldi
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo jafnaði metinn fyrir Real Madrid í gærkvöldi gegn Villarreal er hann skoraði úr vítaspyrnu en með markinu setti hann nýtt met í spænsku úrvalsdeildinni.

Real Madrid lenti 2-0 undir en Gareth Bale minnkaði muninn áður en Ronaldo jafnaði metinn á 74. mínútu. Alvaro Morata kláraði svo magnaða endurkomu Real Madrid og innsiglaði 3-2 sigur.

Mark Ronaldo var 57. markið sem Ronaldo skorar úr vítaspyrnu í spænsku úrvalsdeildinni og er það nýtt met.

Ronaldo hafði deilt metinu með goðsögn Real Madrid, Hugo Sanchez síðan 15. janúar en þá skoraði Ronaldo úr vítaspyrnu gegn Sevilla.

Lionel Messi, leikmaður Barcelona er í 5. sæti á þessum lista, með 43 mörk úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner