Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. febrúar 2017 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Deildabikarinn 31. titill Zlatans
Zlatan hefur unnið nokkra titla
Zlatan hefur unnið nokkra titla
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic var hetja Manchester United í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu deildabikarinn eftir spennandi úrslitaleik gegn Southampton.

Zlatan skoraði tvö mörk í leiknum og þar á meðal sigurmarkið á 87. mínútu leiksins.

Þetta var 31. titill sem Zlatan vinnur á ferlinum en hann hefur unnið 13 deildartitla á síðustu 15 tímabilum, eða síðan hann yfirgaf Svíþjóð til þess að ganga til liðs við Ajax.

Hann á hins vegar eftir að vinna einn titil á ferlinum til þess að nánast fullkomna feril sinn. Það er Meistaradeild Evrópu.

Með mörkunum sínum í gærkvöldi er Zlatan kominn með 20 mörk á tímabilinu og tíunda tímabilið í röð þar sem hann nær 20 mörkum. Þá er hann fyrsti leikmaður Man Utd til þess að skora 20 mörk á tímabili síðan Sir Alex Ferguson hætti með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner