Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. febrúar 2017 08:30
Kristófer Kristjánsson
Real Madrid jafnaði markamet Barcelona
Gareth Bale skoraði markið sem tryggði metið
Gareth Bale skoraði markið sem tryggði metið
Mynd: Getty Images
Mark Gareth Bale í seinni hálfleik viðureignar Villarreal og Real Madrid í gær sá til þess að Madrídingar jöfnuðu magnað markamet frá 1944, met sem Barcelona hélt.

Lærisveinar Zinedine Zidane hafa nú skorað í 44 leikjum í röð í öllum keppnum.

Síðast þegar Real Madrid mistókst að skora var gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í apríl 2016. Síðan þá hefur liðið aðeins tapað þremur leikjum og skorað í hverjum einasta.

Real Madrid getur slegið þetta 73 ára gamla met nú á miðvikudag þegar Las Palmas kemur í heimsókn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner