Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. febrúar 2017 07:30
Kristófer Kristjánsson
Þjálfari Roma ósáttur með ítalska fjölmiðla
Luciano Spalletti er orðinn pirraður
Luciano Spalletti er orðinn pirraður
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, þjálfari Roma, segir að lið sitt fái ekki það hrós sem það á skilið eftir 3-1 sigurleik gegn Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Roma yfirspilaði heimamenn á San Siro og skoraði Radja Nainggolan tvívegis og Diego Perotti eitt eftir að Mauro Icardi klóraði í bakkann fyrir heimamenn.

Rómverjar eru hinsvegar það lið sem hefur fengið flestar vítaspyrnur á tímabilinu og segir Spalletti að fjölmiðlar einblíni of mikið á lítil atriði sem skipta ekki máli.

„Fólk er alltaf að leita eftir einhverju krassandi," sagði Spalletti við Mediaset Premium.

„Roma vann verðskuldað en samt þurfið þið að rýna í einhver smá atriði. Það sem skiptir mig máli er frammistaða liðsins og hún var góð."
Athugasemdir
banner
banner
banner