Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 27. febrúar 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ekkert partí hjá leikmönnum Man Utd
Paul Pogba tekur dabið með bikarnum.
Paul Pogba tekur dabið með bikarnum.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United eru svo einbeittir fyrir lokahluta tímabilsins að þeir héldu ekki partí eftir sigur liðsins í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær.

United er í baráttunni á þremur vígstöðvum og leikmenn héldu upp á sigurinn á rólegan hátt með vinum og fjölskyldum í stað þess að halda partí.

Liðið fékk móttöku á hóteli sínu í London eftir sigurinn en leikmenn fá tveggja daga frí þar sem enginn leikur er í miðri viku hjá þeim.

Leikmenn snúa aftur til æfinga á miðvikudag en á laugardag er leikur gegn Bournemouth í deildinni.

Paul Pogba skellti sér reyndar aðeins út á lífið í gærkvöldi þar sem hann skemmti sér með tveimur kvenmönnum á Novikov barnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner