Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
UEFA sektar Dynamo Kiev og Besiktas fyrir ólæti
Olympíuleikvangurinn í Kiev
Olympíuleikvangurinn í Kiev
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur greint frá því að sambandið hafi sektað bæði Dinamo Kiev frá Úkraínu og Besiktas frá Tyrklandi eftir að stuðningsmenn liðanna slógust á pöllunum í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í desember í leik sem að Dynamo Kiev sigraði 6-0.

Evrópska knattspyrnusambandið greinir frá því að bæði félög verði sektuð vegna óláta stuðningsmanna sinna og einnig fyrir að hafa kveikt á flugeldum í stúkunni. Þá gerðu tyrkensku stuðningsmennirnir sig einning seka um að eyðileggja sæti og aðra lauslega muni á Olympíuvellinum í Kiev.

Aðeins 14.000 manns voru á vellinum en völlurinn tekur allt að 70.000 manns í sæti. Leikið verður á vellinum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.

Dynamo Kiev var komst ekki upp úr riðlinum og vann sér ekki heldur þáttökurétt í Evrópudeildinni, þrátt fyrir stórsigurinn á Besiktas. Tyrkirnir tryggðu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni þar sem að liðið mætir Gríska liðinu Olympiakos í 16. liða úrslitum keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner