Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2017 08:00
Stefnir Stefánsson
Firmino leiður yfir því að Liverpool sé ekki í Evrópukeppni
Roberto Firmino
Roberto Firmino
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino hefur lýst yfir sorg sinni að Liverpool sé ekki að taka þátt í Evrópukeppni þetta tímabilið. Hann vill að liðið tryggi sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil.

Liverpool á einungis 12 leiki eftir á tímabilinu en allir þessir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem að liðið er dottið út úr enska bikarnum og liðið tryggði sér ekki þáttökurétt í Evrópukeppni á síðasta tímabili.

„Ef ég fengi að ráða myndi ég helst vilja spila 2-3 leiki á viku. Ég tel það liðinu fyrir bestu til að halda sér í góðu leikformi," sagði Firmino í samtalið við heimasíðu Liverpool.

„Ég er mjög leiður að við höfum ekki fengið að taka þátt í Evrópukeppni í ár. Það er klárlega eitthvað sem að við stefnum á að fá að gera á næsta tímabili. Við þurfum að leggjast allir á eitt til að tryggja það að við endum í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar." Bætti framherjinn knái við.

Athugasemdir
banner
banner
banner