Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 27. febrúar 2017 22:57
Stefnir Stefánsson
Shakespeare: Mitt verk tókst ágætlega
Craig Shakespeare var ánægður að leikslokum
Craig Shakespeare var ánægður að leikslokum
Mynd: GettyImages
Bráðabirgðastjóri Leicester var í skýjunum með frammistöðu sinna manna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Liverpool á heimavelli í kvöld. Hann nýtti tímann og þakkaði stuðningsmönnumum sérstaklega fyrir.

„Það sást strax í byrjun að við vorum mættir til leiks með mikla ákefð og ástríðu. Stuðningsmennirnir voru frábærir í alla staði, sérstaklega miðað við að margir voru kannski að velta fyrir sér hvernig viðbrögð þeirra yrðu eftir fréttir vikunnar." sagði Shakespeare.

Liðið veit að þeir eru ekki búnir að vera að standast væntingar á þessu tímabili en þessi leikur kemur okkur vonandi á beinu brautina aftur."

Shakespeare var hæstánægður með framherja sinn Jamie Vardy og hrósaði honum í hástert.

„Jamie (Vardy), var frábær í kvöld, eina sem að ég bað þá um að gera væri að vera þeir sjálfir og muna fyrir hvað við erum þekktir. Mitt verk var að gera þá klára fyrir þennan leik gegn Liverpool og ég tel það hafa tekist ágætlega. Við sjáum síðan hvað gerist með framhaldið. En félagið mun leita til mín áður en að þeir fara í mannabreytingar." Sagði bráðabirgðastjórinn þegar hann var spurður út í hvort hann myndi vilja taka við liðinu til frambúðar.

Athugasemdir
banner
banner
banner