Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. febrúar 2017 23:55
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Fiorentina glopraði aftur niður góðri forystu
Belotti var svo sannarlega í sviðsljósinu.
Belotti var svo sannarlega í sviðsljósinu.
Mynd: Getty Images
Fiorentina 2 - 2 Torino
1-0 Riccardo Saponara ('8 )
2-0 Nikola Kalinic ('38 )
2-0 Andrea Belotti ('62 , Misnotað víti)
2-1 Andrea Belotti ('65 )
2-2 Andrea Belotti ('85 )

Annan leikinn í röð missti Fiorentina niður tveggja marka forskot þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Torino í ítölsku A-deildinni.

Stuðningsmenn Fiorentina voru enn pirraðir eftir að liðið tapaði 2-4 fyrir Borussia Mönchengladbach í Evrópudeildinni á fimmtudag, eftir að hafa náð tveggja marka forystu. Fiorentina féll úr leik á einu marki. Leikurinn í kvöld var salt í sárin.

Það var mikið magn lausra sæta á vellinum í Flórens í kvöld en stuðningsmenn voru að láta óánægju sína með gengið að undanförnu í ljós. Pressan á þjálfarann Paulo Sousa er orðin mikil.

Fiorentina yfirspilaði Torino á löngum köflum í kvöld en Joe Hart í marki Torino hélt sínum mönnum inni í leiknum.

Markahrókurinn Andrea Belotti tryggði Torino jafntefli með tveimur mörkum. Mörk hans hefðu reyndar getað orðið fleiri en hann klúðraði vítaspyrnu í leiknum.

Fiorentina er í áttunda sæti, níu stigum frá Evrópusæti. Torino situr í níunda sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner