banner
   þri 28. febrúar 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Zlatan á förum frá Man Utd?
Powerade
Fer Zlatan í sumar?
Fer Zlatan í sumar?
Mynd: Getty Images
Insigne er á óskalista Arsenal.
Insigne er á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað á þessum fína þriðjudegi.



Arsene Wenger (67), stjóri Arsenal, hefur hafnað tilboði um að taka við liði í Kína. Wenger hefði fengið 30 milljónir punda árslaun en það er tvöfalt meira en Pep Guardiola fær hjá Manchester City. (Daily Mirror)

Arsenal hefur sent njósnara að skoða Lorenzo Insigne (25), framherja Napoli. Arsenal er einnig að skoða Faouzi Ghoulam (26), varnarmann Napoli. (Sun)

Zlatan Ibrahimovic (35) er tilbúinn að fara frá Manchester United í sumar ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina. Zlatan er með samning við United út tímabilið en klásúla er í honum með möguleika á framlengingu. (Daily Mirror)

Chelsea ætlar að bjóða 42 milljónir punda í Leonardo Bonucci (29), varnarmann Juventus. (Sun)

Luke Shaw (21) ætlar að fara frá Manchester United í sumar þar sem hann er ekki í áætlunum Jose Mourinho. (Squawka)

Mino Raiola, umboðsmaður Romelu Lukaku (23), segir að leikmaðurinn sé 99,99999999% búinn að ganga frá nýjum samningi við Everton. (Talksport)

Tianjin Quanjian hefur staðfest að félagið hafi boðið 90 milljónir punda í Diego Costa (28), framherja Chelsea. Félagið segist vera með ótakmarkað fjármagn til að kaupa leikmenn í sumar. (Daily Express)

Ralph Krueger segir að varnarmaðurinn Virgil van Dijk (25) ætli að vera hjá Southampton út ferilinn. Liverpool og Manchester City hafa bæði sýnt honum áhuga. (Talksport)

Christian Benteke (26) er ósáttur hjá Crystal Palace en hann ætlar að íhuga framtíð sína í sumar. (Daily Telegraph)

Mark Hughes, stjóri Stoke, ætlar að láta Giannelli Imbula (24), Bojan (26) og Wilfried Bony (28) fara í sumar. (Daily Telegraph)

Leicester er að skoða mögulega stjóra. Guus Hiddink, fyrrum stjóri Chelsea, kemur til greina. (Leicester Mercury)

Harry Kane (23) segist vera í flokki bestu framherja í heimi miðað við frammistöðu sína undanfarið. Kane hefur skorað þrjár þrennur árið 2017. (Guardian)

Everton hefur fengið þau skilaboð að félagið þurfi að borga meira en 15 milljónir punda til að fá miðjumanninn Youri Tielemans (19) frá Anderlecht. (Click Liverpool)

Lucas Piazon, framherji Fulham, verður frá næstu tvo mánuðina eftir að hafa kinnbeinsbrotnað. Piazon er í láni hjá Fulham frá Chelsea. (Evening Standard)

Arsenal og Chelsea hafa blandað sér í baráttuna um hinn nígeríska Henry Onyekuru hjá Eupen í Belgíu. (Daily Mail)

Chelsea og Arsenal mætast í vináttuleik í Beijing í Kína þann 22. júlí. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner